Kaldar kveðjur frá Alþýðusambandinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Bjarg gerði samkomulag við IKEA um innréttingar í íbúðir sínar. Fréttablaðið/Ernir Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira