Skattablæti Samfylkingarinnar Einar Freyr Bergsson skrifar 1. desember 2018 11:39 Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun