Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 2. desember 2018 12:45 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Samgönguráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki hlaupa undir bagga með WOW vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þá sé afstaða ríkisstjórnarinnar jafnframt sú að fyrirtæki á markaði þurfi að bjarga sér sjálf. Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á.Sjá einnig: Skúli fundaði með samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þáttarins Sprengisands í morgun og voru m.a. spurð út í stöðu WOW Air.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm„Þetta eru fyrirtæki á markaði“ Sigurður Ingi sagði aðspurður að ríkistjórnin hafi þegar farið yfir til hvaða ráða eigi að grípa gangi rekstur félagsins WOW ekki upp í núverandi mynd. „Við höfum séð baráttu WOW fyrir eigin lífi og við höfum fylgst mjög vel með því. Við höfum tryggt það að hið opinbera eftirlitskerfi sé í lagi, við höfum metið hvort ríkið hefði á einhverjum tímapunkti átt að stíga inn í. Við mátum að það væri ekki þannig.“En er það núna?„Nei, það er ekki þannig. Við höfum alltaf komist að þeirri niðurstöðu að þetta eru fyrirtæki á markaði, það sem ríkið þarf að gera er að skoða aðrar leiðir. Við höfum alltaf vonast eftir því besta en reynt að undirbúa okkur undir hið versta,“ sagði Sigurður Ingi, en bætti jafnframt við að hann væri vongóður eftir góðan fund með Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, á föstudag.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/ErnirSuðurnesin verst stödd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að ríkistjórnin sé með viðbragðsáætlun vegna stöðu sem gæti komið upp. „Ég hins vegar vona að menn séu tilbúnir, því það er ákveðinn landshluti sem yrði einna verst fyrir þessu, og það eru Suðurnesin,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til þess að á þriðja hundrað manns var sagt upp hjá Airport Associates og WOW Air á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. „Við þurfum að vera líka með viðbragðsáætlanir fyrir fólkið sem verður hugsanlega fyrir breytingum á þessum markaði.“ Riddarinn á hvíta hestinum Greint var frá því fyrir helgi að fjárfestingafélagið Indigo Partners og WOW Air hafi gert með sér bráðabirgðasamkomulag um fjárfestingu Indigo í WOW. Félaginu er lýst sem „riddara á hvítum hesti“ sem komi flugfélaginu WOW til bjargar í umfjöllun á vefsíðu bandaríska viðskiptamiðilsins Forbes.Skjáskot/ForbesBlaðamaður Forbes vill jafnframt meina að WOW Air hafi átt lokaorðið í viðskiptum sínum við Icelandair en fyrirhuguð kaup þess síðarnefnda á WOW fóru út um þúfur í vikunni. „Sá hlær best sem síðast hlær,“ ritar blaðamaður í ljósi þess að Indigo hafi ákveðið að hlaupa undir bagga með WOW Air. Hlutabréf í Icelandair hafa hríðfallið í kjölfar þess að horfið var frá kaupunum. Þá var greint frá því á föstudag að WOW tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Tapið er rakið til neikvæðrar umræðu um stöðu félagsins og hækkunar á eldsneytisverði. Umræður Sigurðar Inga og Þorgerðar Katrínar um WOW Air hefjast á mínútu 14:20 í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki hlaupa undir bagga með WOW vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þá sé afstaða ríkisstjórnarinnar jafnframt sú að fyrirtæki á markaði þurfi að bjarga sér sjálf. Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á.Sjá einnig: Skúli fundaði með samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þáttarins Sprengisands í morgun og voru m.a. spurð út í stöðu WOW Air.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm„Þetta eru fyrirtæki á markaði“ Sigurður Ingi sagði aðspurður að ríkistjórnin hafi þegar farið yfir til hvaða ráða eigi að grípa gangi rekstur félagsins WOW ekki upp í núverandi mynd. „Við höfum séð baráttu WOW fyrir eigin lífi og við höfum fylgst mjög vel með því. Við höfum tryggt það að hið opinbera eftirlitskerfi sé í lagi, við höfum metið hvort ríkið hefði á einhverjum tímapunkti átt að stíga inn í. Við mátum að það væri ekki þannig.“En er það núna?„Nei, það er ekki þannig. Við höfum alltaf komist að þeirri niðurstöðu að þetta eru fyrirtæki á markaði, það sem ríkið þarf að gera er að skoða aðrar leiðir. Við höfum alltaf vonast eftir því besta en reynt að undirbúa okkur undir hið versta,“ sagði Sigurður Ingi, en bætti jafnframt við að hann væri vongóður eftir góðan fund með Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, á föstudag.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/ErnirSuðurnesin verst stödd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að ríkistjórnin sé með viðbragðsáætlun vegna stöðu sem gæti komið upp. „Ég hins vegar vona að menn séu tilbúnir, því það er ákveðinn landshluti sem yrði einna verst fyrir þessu, og það eru Suðurnesin,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til þess að á þriðja hundrað manns var sagt upp hjá Airport Associates og WOW Air á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. „Við þurfum að vera líka með viðbragðsáætlanir fyrir fólkið sem verður hugsanlega fyrir breytingum á þessum markaði.“ Riddarinn á hvíta hestinum Greint var frá því fyrir helgi að fjárfestingafélagið Indigo Partners og WOW Air hafi gert með sér bráðabirgðasamkomulag um fjárfestingu Indigo í WOW. Félaginu er lýst sem „riddara á hvítum hesti“ sem komi flugfélaginu WOW til bjargar í umfjöllun á vefsíðu bandaríska viðskiptamiðilsins Forbes.Skjáskot/ForbesBlaðamaður Forbes vill jafnframt meina að WOW Air hafi átt lokaorðið í viðskiptum sínum við Icelandair en fyrirhuguð kaup þess síðarnefnda á WOW fóru út um þúfur í vikunni. „Sá hlær best sem síðast hlær,“ ritar blaðamaður í ljósi þess að Indigo hafi ákveðið að hlaupa undir bagga með WOW Air. Hlutabréf í Icelandair hafa hríðfallið í kjölfar þess að horfið var frá kaupunum. Þá var greint frá því á föstudag að WOW tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Tapið er rakið til neikvæðrar umræðu um stöðu félagsins og hækkunar á eldsneytisverði. Umræður Sigurðar Inga og Þorgerðar Katrínar um WOW Air hefjast á mínútu 14:20 í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30