London og Liverpool verða rauð Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 08:30 Rauðu liðin fögnuðu í gær vísir/getty Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira