Rúnar: Er ekki ennþá nóvember? Arnar Helgi Magnússon skrifar 2. desember 2018 22:39 Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið Vísir/bára „Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
„Við unnum allavega. Hvernig við förum að því að gefa þeim víti hérna í lokin, úff. Við þökkum bara fyrir að hafa fengið tvö stig en ekki eitt,“ sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. „Mér fannst við tapa öllum „strúktúr“ í seinni hálfleik. Eins mikið og ég hrósaði Aroni fyrir leikstjórnendahlutverkið eftir síðasta leik gegn ÍR þá var hún ekki nógu góð í kvöld á móti Selfyssingum, samt höfum við þetta. Hann vildi síðan gera þetta spennandi í lokin með þessari ótrúlegu sendingu þegar fjórar sekúndur voru eftir.“ Rúnar segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að koma og spila í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Það var frábær stemning hérna í kvöld og þetta er skemmtilegasti útivöllurinn í deildinni, ég held það það sé alveg pottþétt.“ Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax þriggja marka forystu þegar einungis tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir leikhléið breyttist leikur Stjörnunnar og þeir unnu sig inn í leikinn. Hvað sagði Rúnar í leikhléinu? „Ég man það ekki. Ég man að við fórum í tvöfaldar skiptingar en höfðum ekki verið í neinum skiptingum, við settum Árna inn í vörnina og Garðar inn í sóknina. Við fórum síðan í 5+1 vörn og það gerði útslagið fannst mér.“ „Þeir töpuðu boltanum tvisvar í röð og við náðum að jafna leikinn, ég man þetta ekki alveg. Ég get ekki útskýrt þetta. Nóvember má bara halda áfram.“ Sveinbjörn Pétursson tók ekki þátt í leiknum vegna óhapps sem að hann varð fyrir í upphitun. „Skömmu eftir að ég gaf þér liðsuppstillinguna þá fékk hann bolta í augað og sá ekkert, þannig að hann var ekki með í dag.“ Sigurður Ingiberg var flottur í fjarveru Bubba í markinu. „Já, Sigurður var 70% í síðasta leik og hann var flottur í dag.“ Ummæli Rúnars fyrir mótið vöktu athygli þegar hann talaði um að sitt lið yrði ekki tilbúið fyrr en í nóvember. Rúnar laug því engu enda hefur liðið nú unnið fimm leiki í röð. „Er ekki ennþá nóvember? Við erum að komast í gang og það voru nokkur atriði sem ég var búinn að fara yfir. Nýr þjálfari kemur með aðrar áherslur og mér finnst vera gangur í þessu. Það er klassi að fá tvö stig út úr svona jöfnum leik á erfiðum útivelli. Þetta er allt til fyrirmyndar í kvöld,“ sagði Rúnar Sigtrygggsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti