Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins Tinni Sveinsson skrifar 4. desember 2018 15:30 Halldór tryggir stað sinn sem einn virtasti og vinsælasti snjóbrettamaður í heiminum. The Future of Yesterday Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday
Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30
Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30