Bætum kjörin í Hafnarfirði Óskar Steinn Ómarsson skrifar 4. desember 2018 21:15 Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun