Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Sveinn Arnarsson skrifar 5. desember 2018 06:30 Hjólin eru farin snúast aftur í Hlíðarfjalli. Fréttablaðið/Auðunn Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík var opnað í dag og stefnt er að opnun í Hlíðarfjalli á laugardagsmorgun. Snjóframleiðsluvélarnar eru keyrðar á fullum afköstum til að gera aðstæður sem allra bestar á Akureyri fyrir komandi helgi en byssurnar framleiða um 630 þúsund rúmmetra af snjó á hverri klukkustund. Kjöraðstæður fyrir vélarnar eru um 10 stiga frost og því ættu aðstæðurnar að verða mjög góðar um næstu helgi Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir mikilvægt að framleiða snjó til að bæta í þann náttúrulega snjó sem fyrir er á svæðinu. „Nú er bara verið að standsetja allt og gera allt klárt. Það er líka kominn kippur í árskortasöluna hjá okkur. Margir bíða eftir opnuninni,“ segir Guðmundur Karl. Ekki var útlitið ákjósanlegt fyrir skíðaiðkendur fyrir viku því þá var afar lítið af snjó á Norðurlandi eftir góða tíð í nóvember. Nú hins vegar kætast áhugamenn um þessar vetraríþróttir allsnarlega. „Byssurnar hjá okkur eru að afkasta nú um 633 þúsund rúmmetrum á klukkutíma. Þær hafa margsannað gildi sitt og lengja tímabilið okkar töluvert,“ segir Guðmundur Karl. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Tengdar fréttir Opna í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað í fyrsta sinn í vetur næstkomandi laugardag, 8. desember, klukkan 10. 4. desember 2018 10:24 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík var opnað í dag og stefnt er að opnun í Hlíðarfjalli á laugardagsmorgun. Snjóframleiðsluvélarnar eru keyrðar á fullum afköstum til að gera aðstæður sem allra bestar á Akureyri fyrir komandi helgi en byssurnar framleiða um 630 þúsund rúmmetra af snjó á hverri klukkustund. Kjöraðstæður fyrir vélarnar eru um 10 stiga frost og því ættu aðstæðurnar að verða mjög góðar um næstu helgi Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir mikilvægt að framleiða snjó til að bæta í þann náttúrulega snjó sem fyrir er á svæðinu. „Nú er bara verið að standsetja allt og gera allt klárt. Það er líka kominn kippur í árskortasöluna hjá okkur. Margir bíða eftir opnuninni,“ segir Guðmundur Karl. Ekki var útlitið ákjósanlegt fyrir skíðaiðkendur fyrir viku því þá var afar lítið af snjó á Norðurlandi eftir góða tíð í nóvember. Nú hins vegar kætast áhugamenn um þessar vetraríþróttir allsnarlega. „Byssurnar hjá okkur eru að afkasta nú um 633 þúsund rúmmetrum á klukkutíma. Þær hafa margsannað gildi sitt og lengja tímabilið okkar töluvert,“ segir Guðmundur Karl.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Tengdar fréttir Opna í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað í fyrsta sinn í vetur næstkomandi laugardag, 8. desember, klukkan 10. 4. desember 2018 10:24 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Opna í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað í fyrsta sinn í vetur næstkomandi laugardag, 8. desember, klukkan 10. 4. desember 2018 10:24