Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. desember 2018 06:00 Fangelsið Litla-Hraun. „Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira