Olíuframleiðendur reyna að fá Rússa með sér í lið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 16:49 Mohammed bin Salmann og Vladimir Pútín. Samkomulag mun velta á þeim. AP/Mikhail Klimentyev OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu. Bensín og olía Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu.
Bensín og olía Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira