Olíuframleiðendur reyna að fá Rússa með sér í lið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 16:49 Mohammed bin Salmann og Vladimir Pútín. Samkomulag mun velta á þeim. AP/Mikhail Klimentyev OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu. Bensín og olía Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu.
Bensín og olía Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira