Fyrrverandi bæjarfulltrúi krefst milljóna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. desember 2018 06:00 Borghildur Sturludóttir, stjórnmálamaður í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Ernir Borghildur Sölvey Sturludóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, krefur bæinn um rúmlega fjórar milljónir í skaðabætur vegna brottvikningar úr starfi. Kröfubréf hennar var lagt fram á fundi bæjarráðs í gær. Krafa Borghildar byggir annars vegar á því að Einar Birki Einarsson, annan tveggja aðalmanna Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili, hafi skort kjörgengi þar sem hann hafði lögheimili í Kópavogi síðasta ár kjörtímabilsins. Hún hafi þá með réttu átt að taka sæti hans í bæjarstjórn sem varamaður hans og þiggja fyrir það laun. Á ýmsu gekk innan Bjartrar framtíðar á kjörtímabilinu en flokkurinn var í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sögðu sig á endanum úr flokknum en héldu áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í kjölfarið ákvað meirihlutinn að breyta skipan í skipulags- og byggingaráði og hafnarstjórn til að tryggja meirihluta og missti Borghildur þá sæti sitt í ráðum og stjórnum hjá bænum. Gerir Borghildur einnig kröfu um bætur vegna framangreindrar brottvikningar úr launuðum nefndastörfum og vísar til þess að ekki hafi verið farið að lögum og reglum við uppsögnina og engar málefnalegar ástæður hafi legið að baki hennar. Hún vísar til álits samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um ólögmæti málsmeðferðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Borghildur Sölvey Sturludóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, krefur bæinn um rúmlega fjórar milljónir í skaðabætur vegna brottvikningar úr starfi. Kröfubréf hennar var lagt fram á fundi bæjarráðs í gær. Krafa Borghildar byggir annars vegar á því að Einar Birki Einarsson, annan tveggja aðalmanna Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili, hafi skort kjörgengi þar sem hann hafði lögheimili í Kópavogi síðasta ár kjörtímabilsins. Hún hafi þá með réttu átt að taka sæti hans í bæjarstjórn sem varamaður hans og þiggja fyrir það laun. Á ýmsu gekk innan Bjartrar framtíðar á kjörtímabilinu en flokkurinn var í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sögðu sig á endanum úr flokknum en héldu áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í kjölfarið ákvað meirihlutinn að breyta skipan í skipulags- og byggingaráði og hafnarstjórn til að tryggja meirihluta og missti Borghildur þá sæti sitt í ráðum og stjórnum hjá bænum. Gerir Borghildur einnig kröfu um bætur vegna framangreindrar brottvikningar úr launuðum nefndastörfum og vísar til þess að ekki hafi verið farið að lögum og reglum við uppsögnina og engar málefnalegar ástæður hafi legið að baki hennar. Hún vísar til álits samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um ólögmæti málsmeðferðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00