Mandzukic tryggði Juventus sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. desember 2018 21:30 Króatinn var hetja kvöldsins vísir/getty Mario Mandzukic tryggði Ítalíumeisturum Juventus sigur gegn Inter í stórleik í ítölsku Seria A deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 66. mínútu. Joao Cancelo átti sprett upp vinstri kantinn, gaf boltann inn í teiginn þar sem Mandzukic var mættur og skallaði boltann í netið. Bæði lið áttu sín færi til þess að gera mörkin fleiri en ekki varð þeim að ósk sinni og lokatölur 1-0 fyrir Juventus. Ítalíumeistararnir eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar og virðist fátt geta komið í veg fyrir að þeir verji titil sinn, Napólí er 11 stigum á eftir Juventus í öðru sætinu og Inter þar fyrir neðan 14 stigum á eftir. Ítalski boltinn
Mario Mandzukic tryggði Ítalíumeisturum Juventus sigur gegn Inter í stórleik í ítölsku Seria A deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 66. mínútu. Joao Cancelo átti sprett upp vinstri kantinn, gaf boltann inn í teiginn þar sem Mandzukic var mættur og skallaði boltann í netið. Bæði lið áttu sín færi til þess að gera mörkin fleiri en ekki varð þeim að ósk sinni og lokatölur 1-0 fyrir Juventus. Ítalíumeistararnir eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar og virðist fátt geta komið í veg fyrir að þeir verji titil sinn, Napólí er 11 stigum á eftir Juventus í öðru sætinu og Inter þar fyrir neðan 14 stigum á eftir.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti