Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 15:15 Bill Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Time Warner Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira