Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira