Landsmótið fær frítt vinnuafl allt næsta ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2018 08:33 Byggðarráð Rangárþings ytra mat það sem svo að verkefnið væri gott fyrir sveitarfélagið. Fréttablaðið/Anton Brink Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við. Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við.
Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira