Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar 9. desember 2018 06:44 Gunnar fagnar eftir bardagann. vísir/getty Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00
Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29
Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30