Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:09 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Ummæli á klaustursupptökunum um „helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun DV. Ummælin féllu þegar þingmennirnir voru að spá í spilin fyrir næsta prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, en komið hefur fram að þeir hafi sagt að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðismanna í suðri væri latur. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrist Bergþór Ólason segja um Írisi.Fólkinu til háborinnar skammar Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins heyrist þá reyna að skerast í leikinn og biðja karlana að velta því fyrir hvernig ummælin kæmu út ef Íris væri karl. „Leyfðu okkur nú að eiga þessa stund saman,“ svarar Gunnar Bragi. „Ef þetta væri Páll Magnússon?“ spyr Anna Kolbrún. „Hann er ekkert sexí!“ segir þá fyrrverandi utanríkisráðherrann.Upptökuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.Margir töldu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, væri sú sem um ræddi, verandi yngsti sitjandi þingmaðurinn. Gunnar Bragi Sveinsson sagðist í gær ekki muna eftir að hafa rætt Áslaugu Örnu sérstaklega, en hafði þó beðið hana afsökunar. Íris vildi ekki mikið tjá sig um málið þegar Vísir náði af henni tali. „Þetta er, eins og allt annað sem fram fór á þessum fundi, þeim sem voru þar til háborinnar skammar,“ segir hún.Tekurðu það nærri þér sem er sagt um þig þarna? „Nei.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 29. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ummæli á klaustursupptökunum um „helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun DV. Ummælin féllu þegar þingmennirnir voru að spá í spilin fyrir næsta prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, en komið hefur fram að þeir hafi sagt að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðismanna í suðri væri latur. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrist Bergþór Ólason segja um Írisi.Fólkinu til háborinnar skammar Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins heyrist þá reyna að skerast í leikinn og biðja karlana að velta því fyrir hvernig ummælin kæmu út ef Íris væri karl. „Leyfðu okkur nú að eiga þessa stund saman,“ svarar Gunnar Bragi. „Ef þetta væri Páll Magnússon?“ spyr Anna Kolbrún. „Hann er ekkert sexí!“ segir þá fyrrverandi utanríkisráðherrann.Upptökuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.Margir töldu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, væri sú sem um ræddi, verandi yngsti sitjandi þingmaðurinn. Gunnar Bragi Sveinsson sagðist í gær ekki muna eftir að hafa rætt Áslaugu Örnu sérstaklega, en hafði þó beðið hana afsökunar. Íris vildi ekki mikið tjá sig um málið þegar Vísir náði af henni tali. „Þetta er, eins og allt annað sem fram fór á þessum fundi, þeim sem voru þar til háborinnar skammar,“ segir hún.Tekurðu það nærri þér sem er sagt um þig þarna? „Nei.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 29. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 29. nóvember 2018 19:11