Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:20 Sigþór Kristinn Skúlason er framkvæmdastjóri Airport Associates. vísir/hvati Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“ WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“
WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07