„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2018 21:52 Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Stór grafa hefur lokað veginum til Flateyrar. Vísir/Hafþór Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00