„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2018 21:52 Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Stór grafa hefur lokað veginum til Flateyrar. Vísir/Hafþór Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00