„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2018 21:52 Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Stór grafa hefur lokað veginum til Flateyrar. Vísir/Hafþór Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00