Viðurkennum fíknivandann og tækifærin til úrbóta Egill Þór Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun