Viðhorf og veruleiki Líf Magneudóttir skrifar 20. nóvember 2018 14:09 Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun