Framtíð hinna dauðu Lára Magnúsardóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun