Telur Icelandair undirverðlagt um 34% Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 08:00 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira