Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 23:22 Frá því þegar Heiðveig skilaði gögnum til framboðs til Sjómannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira