„Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar sér mikið næstu árin en hún er að reyna að verða fyrsta þríþrautaríþróttamaður Íslendinga sem kemst inn á Ólympíuleika. Ólympíusamhjálpin hefur líka trú á Eddu. Hún er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Í þríþrautinni keppir Guðlaug Edda í þremur greinum eða sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þetta er því íþrótt sem reynir á margvíslegan hátt á líkama keppenda. Guðlaug Edda hefur reglulega leyft stuðningsfólki sínu og áhugasömum að skygnast inn í sinn heim með því að skrifa fróðlega og persónulega pistla um hvað hún er að ganga í gegnum á sinni vegferð. Sá nýjasti af þeim var að detta inn og þar kemur í ljós að eftirmálar af heilahristingnum eru enn að herja á okkar konu. Guðlaug Edda kom aftur eftir fallið og hélt áfram að keppa. Tveimur mánuðum eftir heilahristingin fór hún hinsvegar að finna fyrir sambærilegum einkennum og strax eftur að hún hlaut heilahristinginn. „Samt sem áður hélt ég áfram að keppa, og gekk nokkuð vel, en líkaminn var hægt og rólega að falla saman. Ég tengdi einkennin mín á engan hátt við heilahristinginn, en eftir þónokkuð marga læknatíma er ljóst að heilahristingurinn hafði meiri áhrif á líkamann minn en við héldum fyrst, og líklegast byrjaði ég allt of snemma að æfa aftur eftir slysið. Það er eitthvað sem ég læri af og ætla ekki að endurtaka,“ skrifar Guðlaug Edda. Það var bara eitt til ráða. „Eftir Weihai World Cup í lok september tók ég þá ákvörðun að slútta keppnistímabilinu og taka offseason fyrr en ég ætlaði til þess að ná að batna almennilega. Ég var eiginlega tilneydd til þess, þar sem ég svaf ekkert vikuna fyrir keppnina og þróaði á endanum með mér svefnvanda sem ég er enn að vinna úr,“ skrifar Guðlaug Edda en heldur svo áfram. „Ég er búin að fara í fleiri, fleiri rannsóknir, læknatíma og skoðanir undanfarnar vikur. Skýringin á öllu þessu er að ég byrjaði aftur að æfa allt og snemma á miðað við alvarleika heilahristingsins sem ég hlaut, og endaði á því að ofhlaða á mér heilann þannig hann hætti að vilja að slökkva á sér. Undanfarnir mánuðir hafa því farið í allskyns heilarannsóknir og ég hef þurft að kenna heilanum mínum aftur að slökkva á sér með ýmsum slökunaræfingum, takmörkunum á tækjum með bláum ljósum og öðru slíku,“ skrifar Guðlaug Edda. Guðlaug Edda hefur samt góðar fréttir líka því síðustu vikur hafa hinsvegar verið góðar hjá henni og hún er farin að sofa eðlilega aftur sem og byrjuð að æfa og undirbúa næsta keppnistímabil. Það breytir ekki því að haustmánuðirnir voru henni gríðarlega erfiðir. „Á meðan ég gekk í gegnum þennan svefnvanda efaðist ég oft um hvort ég myndi einhverntímann sofa aftur. Það er hrikaleg tilfinning og ég hafði ekki áttað mig á því hversu mikil áhrif svefn getur haft á andlega og líkamlega heilsu. Ég tek svefni aldrei aftur sem sjálfsögðum hlut. Ég vil líka hvetja alla þá sem lenda í því að verða fyrir heilahristing að fara varlega í nokkrar vikur eftir á. Það er ekki kúl að þykjast vera sterkur og byrja of snemma eftir að heilinn hefur orðið fyrir svo miklu áfalli og skaða,“ skrifar Guðlaug Edda og það er hægt að taka undir þau orð. Það má finna allan pistil hennar hér fyrir neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar sér mikið næstu árin en hún er að reyna að verða fyrsta þríþrautaríþróttamaður Íslendinga sem kemst inn á Ólympíuleika. Ólympíusamhjálpin hefur líka trú á Eddu. Hún er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Í þríþrautinni keppir Guðlaug Edda í þremur greinum eða sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þetta er því íþrótt sem reynir á margvíslegan hátt á líkama keppenda. Guðlaug Edda hefur reglulega leyft stuðningsfólki sínu og áhugasömum að skygnast inn í sinn heim með því að skrifa fróðlega og persónulega pistla um hvað hún er að ganga í gegnum á sinni vegferð. Sá nýjasti af þeim var að detta inn og þar kemur í ljós að eftirmálar af heilahristingnum eru enn að herja á okkar konu. Guðlaug Edda kom aftur eftir fallið og hélt áfram að keppa. Tveimur mánuðum eftir heilahristingin fór hún hinsvegar að finna fyrir sambærilegum einkennum og strax eftur að hún hlaut heilahristinginn. „Samt sem áður hélt ég áfram að keppa, og gekk nokkuð vel, en líkaminn var hægt og rólega að falla saman. Ég tengdi einkennin mín á engan hátt við heilahristinginn, en eftir þónokkuð marga læknatíma er ljóst að heilahristingurinn hafði meiri áhrif á líkamann minn en við héldum fyrst, og líklegast byrjaði ég allt of snemma að æfa aftur eftir slysið. Það er eitthvað sem ég læri af og ætla ekki að endurtaka,“ skrifar Guðlaug Edda. Það var bara eitt til ráða. „Eftir Weihai World Cup í lok september tók ég þá ákvörðun að slútta keppnistímabilinu og taka offseason fyrr en ég ætlaði til þess að ná að batna almennilega. Ég var eiginlega tilneydd til þess, þar sem ég svaf ekkert vikuna fyrir keppnina og þróaði á endanum með mér svefnvanda sem ég er enn að vinna úr,“ skrifar Guðlaug Edda en heldur svo áfram. „Ég er búin að fara í fleiri, fleiri rannsóknir, læknatíma og skoðanir undanfarnar vikur. Skýringin á öllu þessu er að ég byrjaði aftur að æfa allt og snemma á miðað við alvarleika heilahristingsins sem ég hlaut, og endaði á því að ofhlaða á mér heilann þannig hann hætti að vilja að slökkva á sér. Undanfarnir mánuðir hafa því farið í allskyns heilarannsóknir og ég hef þurft að kenna heilanum mínum aftur að slökkva á sér með ýmsum slökunaræfingum, takmörkunum á tækjum með bláum ljósum og öðru slíku,“ skrifar Guðlaug Edda. Guðlaug Edda hefur samt góðar fréttir líka því síðustu vikur hafa hinsvegar verið góðar hjá henni og hún er farin að sofa eðlilega aftur sem og byrjuð að æfa og undirbúa næsta keppnistímabil. Það breytir ekki því að haustmánuðirnir voru henni gríðarlega erfiðir. „Á meðan ég gekk í gegnum þennan svefnvanda efaðist ég oft um hvort ég myndi einhverntímann sofa aftur. Það er hrikaleg tilfinning og ég hafði ekki áttað mig á því hversu mikil áhrif svefn getur haft á andlega og líkamlega heilsu. Ég tek svefni aldrei aftur sem sjálfsögðum hlut. Ég vil líka hvetja alla þá sem lenda í því að verða fyrir heilahristing að fara varlega í nokkrar vikur eftir á. Það er ekki kúl að þykjast vera sterkur og byrja of snemma eftir að heilinn hefur orðið fyrir svo miklu áfalli og skaða,“ skrifar Guðlaug Edda og það er hægt að taka undir þau orð. Það má finna allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira