Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 15:56 Andstæðingar stóriðju í Helguvík drógu fána United Silicon í hálfa stöng í janúar. Vísir/eyþór Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta. Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta.
Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30