Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2018 16:25 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. FBL/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur. Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur.
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira