Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli Hjörvar Ólafsson skrifar 22. nóvember 2018 17:45 vísir/getty Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Sjá meira
Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Sjá meira