Þessi eru líklegust til þess að taka við Hjörvar Ólafsson skrifar 23. nóvember 2018 11:30 Ágúst Björgvinsson er á meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina í starfið. vísir/bára Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans. Hildur Sigurðardóttir hefur verið aðstoðarþjálfari Ívars með liðið síðan í október árið 2017 og liggur því nokkuð beint við að hækka hana í tign. Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 79 leiki, margfaldur meistari með félagsliðum sínum og hefur að loknum leikmannsferli einbeitt sér að þjálfun með góðum árangri. Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu deild í frumraun sinni sem þjálfari í meistaraflokki og liðið varð spútniklið sem nýliði í efstu deild undir hennar stjórn tímabilið eftir. Ágúst Björgvinsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá karlaliði Vals hefur áður þjálfað bæði félagslið í kvennaflokki og íslenska kvennalandsliðið með góðum árangri. Hann stýrði Haukum til bikarmeistaratitils vorin 2005 og 2007 og Íslandsmeistaratitils árin 2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í kjölfarið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann gæti stýrt kvennalandsliðinu samhliða því að halda áfram störfum hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá Haukum. Ágúst er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Domino’s-deild kvenna og þekkir því vel til leikmannahópsins sem kemur til greina í liðið. Benedikt Guðmundsson hefur staðið sig feikilega vel í starfi hvert sem hann hefur farið. Nú síðast þegar hann kom KR á nýjan leik upp í efstu deild og í toppbaráttu efstu deildar. Hann er taktískt góður þjálfari sem er einkar fær í því að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem hann þjálfar. Auk þess að vera góður meistaraflokksþjálfari er hann frábær yngri flokka þjálfari. Reynsla hans sem fær kennari í þjálfarafræðum gæti komið sér vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í vissri endurnýjun. Darri Freyr Atlason skaust upp á stjörnuhimininn sem þjálfari í meistaraflokki þegar hann fór með Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-deild kvenna á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sannað sig sem þjálfari í hæsta gæðaflokki. Eldmóður hans smitast til leikmanna og nær vel til þeirra leikmanna sem hann þjálfar. Ef hann getur stýrt leikmönnum á borð við Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur hjá félagsliði getur hann vel gert það hjá landsliðinu. Friðrik Ingi Rúnarsson lagði þjálfaraflautuna á hilluna síðasta vor, en gæti freistast til þess að kippa henni þaðan fyrir starf sem ekki krefst daglegs amsturs. Hann er margreyndur þjálfari sem hefur marga fjöruna sopið og gæti hentað mjög vel fyrir leikmannahóp þar sem stór hluti hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum leikjum. Friðrik hefur þjálfað félagslið í bæði karla- og kvennaflokki með góðum árangri sem og íslenska karlalandsliðið. Þetta er eini vettvangurinn sem hann hefur ekki verið á á þjálfaraferli sínum og gæti verið hentugur lokakafli á farsælum ferli hans.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira