Dýrlingarnir unnu sinn tíunda leik í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 07:23 Leikmenn Saints fengu sér að sjálfsögðu kalkún eftir leik. vísir/getty Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Sjá meira
Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Sjá meira