Lífið

Leikstjóri Don't Look Now er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Roeg árið 1991.
Nicolas Roeg árið 1991. Getty/Martyn Goodacre
Breski kvikmyndaleikstjórinn Nicolas Roeg er látinn, níræður að aldri. Roeg er einna þekktastur fyrir hryllingsmynd sína, Don't Look Now frá árinu 1973 með þeim Julie Christie og Donald Sutherland í aðalhlutverki.

Hann er einnig þekktur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni The Witches, eða Nornunum, frá árinu 1990 sem byggði á bók Roald Dahl og skartaði Anjelicu Huston í aðalhlutverki. Þá leikstýrði hann einnig kvikmyndunum Performance frá árinu 1973 með Mick Jagger í aðalhlutverki og The Man Who Fell to Earth með David Bowie frá árinu 1976.

Leikstjórnarferill hans spannaði einhverja sex áratugi, en hann hóf störf innan kvikmyndaiðnaðarins hjá Marlybone Studios, þar sem hann bar fram te til annars starfsfólks.

Leikstjórarnir Steven Soderbergh, Christopher Nolan og Danny Boyle hafa allir sagt Roeg hafa verið eina af helstu fyrirmyndum sínum í bransanum.

Fréttin og fyrirsögnin hafa bæði verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.