Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2018 21:40 Frá mótmælunum fyrr í dag. Vísir/EPA Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum. Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum á þúsundir mótmælenda í miðborg Parísar fyrr í dag. Voru mótmælendur þangað mættir vegna eldsneytisverðs sem þeir telja allt af hátt. Mótmælin áttu sér stað á breiðgötunni Champs Elysees en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þakkaði lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð við að viðhalda friði í borginni. Sagði hann þá sem réðust gegn lögreglumönnunum mega skammast sín. Champs Elysees er eins vinsælasta ferðamannagata borgarinnar en þar kveiktu mótmælendur í flutningabíl sem sprakk. Einn mótmælenda réðist gegn slökkviliðsmönnum sem reyndu að ráða niðurlögum eldsins en hann var yfirbugaður af öðrum mótmælendum.Mótmælendur hafa sýnt samstöðu með því að klæða sig í gul vesti.Vísir/EPASkammt frá Champs Elysees skaut lögreglan gúmmískotum á mótmælendur sem héldu uppi franska fánanum og mótmælaskiltum þar sem krafist var afsagnar Macron og hann þjófkenndur. Um átta þúsund mótmælendur gerðu sér ferð niður í miðborg Parísar þar sem lögreglan reyndi að varna þeim för að forsetahöllinni sjálfri. Alls voru 130 handteknir vegna mótmælanna sem fóru fram í París og víðar um Frakkland. Eru mótmælendurnir ósáttir við ákvörðun Macrons að hækka gjaldtöku á eldsneyti til að hvetja Frakka til að velja umhverfisvænni samgöngumáta. Ásamt hærri gjaldtöku hafa frönsk yfirvöld boðið upp á ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla. Atvinnubílstjórar hafa einnig staðið fyrir aðgerðum á hraðbrautum þar sem þeir hafa komið saman á flutningabílum og hægt á allri umferð ásamt því að setja upp vegatálma til að hindra aðgengi að eldsneytisstöðvum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Síðastliðna helgi tóku um 300 þúsund manns þátt í mótmælunum út um allt Frakkland. Samkvæmt upplýsingum frá frönskum yfirvöldum tóku um 106 þúsund manns þátt í mótmælunum í dag víðs vegar um Frakkland.Fréttaveita Reuters segir þetta vera vandræðamál fyrir Macron sem hefur hrósað aðgerðum stjórnar sinnar í loftslagsmálum en er á móti gagnrýndur fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara og hafa vinsældir hans dvínað í skoðanakönnunum.
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira