Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 06:15 Aukið púður hefur verið sett í samkeppnisrekstur Íslandspósts undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Frá 2006 hefur Íslandspóstur (ÍSP) varið rúmlega 5,8 milljörðum króna í fjárfestingar í fasteignum, lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 milljónir króna verið seldar. Nettófjárfesting á tímabilinu er því rúmir fimm milljarðar króna. Þetta má lesa úr ársskýrslum ÍSP frá árinu 2006 til dagsins í dag. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs fyrir sig. Séu síðustu tvö ár skoðuð, það er árin 2016 og 2017, má sjá að nettófjárfestingar tímabilsins nema rúmum milljarði króna. Við það bætast á þessu ári minnst 700 milljónir króna vegna stækkunar flutningamiðstöðvar fyrirtækisins að Stórhöfða. Langstærstan hluta fjárfestinga undanfarinna ára má rekja til nýrra tækja og bifreiða. Á árunum 2005 og 2006 tók ÍSP ákvarðanir um að setja aukið púður í að stækka hlutdeild fyrirtækisins á almennum flutningamarkaði. Þá er fyrirtækið einnig í samkeppni þegar kemur að dreifingu auglýsingablaða, bæklinga og sölu á prentvörum og ýmiss konar smávöru. Samtímis þessu er vert að minnast á að frá árinu 2014 hefur stöðugildum ÍSP fjölgað um tæplega níutíu, þar af um rúmlega fjörutíu milli áranna 2016 og 2017, og launakostnaður hækkað um 1,4 milljarða króna. Nýverið fór ÍSP fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá íslenska ríkinu til að koma í veg fyrir að fyrirtækið færi í þrot. Viðskiptabanki ÍSP hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Í september var tilkynnt um að lána ætti ÍSP 500 milljónir vegna bágrar rekstrarstöðu sem rekja mætti til samdráttar í tekjum af alþjónustu. Þá hefur einnig komið fram í máli ÍSP að hluta tapsins megi rekja til þess hve langan tíma það hefur tekið fyrir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að taka ákvarðanir um gjaldskrárbreytingar. Í ákvörðunum eftirlitsaðila er hins vegar bent á að slæma rekstrarstöðu ÍSP sé ekki aðallega að rekja til aukins kostnaðar við alþjónustu. Í athugasemdum PFS við skýrslu um rekstrarskilyrði ÍSP, frá árinu 2014, er meðal annars bent á að hundruð milljóna hafi tapast vegna lánveitinga til dótturfélaga ÍSP í samkeppnisrekstri. Fjallað var um tap ÍSP vegna prentsmiðjunnar Samskipta og ePósts, dótturfélaga ÍSP, í Fréttablaðinu á laugardag. „Starfsemi sem fellur undir samkeppni er um sextíu prósent af starfsemi félagsins eða sem nemur veltu upp á um 3,9 milljarða á ári, auk fjárfestinga sem nema milljörðum króna sem bundnar eru í viðkomandi verkefni. Þessi hluti starfsemi ÍSP lítur ekki gjaldskráreftirliti PFS [...]. Lítið sem ekkert er þó fjallað um áhrif samkeppnisrekstar í heild á rekstur og efnahag félagsins,“ segir enn fremur í athugasemdum PFS. Þá er á það bent að PFS hefur að meðaltali tekið þrettán virka daga að taka ákvörðun um gjaldskrá innan einkaréttar eftir að nauðsynleg gögn hafa borist frá ÍSP. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Frá 2006 hefur Íslandspóstur (ÍSP) varið rúmlega 5,8 milljörðum króna í fjárfestingar í fasteignum, lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 milljónir króna verið seldar. Nettófjárfesting á tímabilinu er því rúmir fimm milljarðar króna. Þetta má lesa úr ársskýrslum ÍSP frá árinu 2006 til dagsins í dag. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs fyrir sig. Séu síðustu tvö ár skoðuð, það er árin 2016 og 2017, má sjá að nettófjárfestingar tímabilsins nema rúmum milljarði króna. Við það bætast á þessu ári minnst 700 milljónir króna vegna stækkunar flutningamiðstöðvar fyrirtækisins að Stórhöfða. Langstærstan hluta fjárfestinga undanfarinna ára má rekja til nýrra tækja og bifreiða. Á árunum 2005 og 2006 tók ÍSP ákvarðanir um að setja aukið púður í að stækka hlutdeild fyrirtækisins á almennum flutningamarkaði. Þá er fyrirtækið einnig í samkeppni þegar kemur að dreifingu auglýsingablaða, bæklinga og sölu á prentvörum og ýmiss konar smávöru. Samtímis þessu er vert að minnast á að frá árinu 2014 hefur stöðugildum ÍSP fjölgað um tæplega níutíu, þar af um rúmlega fjörutíu milli áranna 2016 og 2017, og launakostnaður hækkað um 1,4 milljarða króna. Nýverið fór ÍSP fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá íslenska ríkinu til að koma í veg fyrir að fyrirtækið færi í þrot. Viðskiptabanki ÍSP hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Í september var tilkynnt um að lána ætti ÍSP 500 milljónir vegna bágrar rekstrarstöðu sem rekja mætti til samdráttar í tekjum af alþjónustu. Þá hefur einnig komið fram í máli ÍSP að hluta tapsins megi rekja til þess hve langan tíma það hefur tekið fyrir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að taka ákvarðanir um gjaldskrárbreytingar. Í ákvörðunum eftirlitsaðila er hins vegar bent á að slæma rekstrarstöðu ÍSP sé ekki aðallega að rekja til aukins kostnaðar við alþjónustu. Í athugasemdum PFS við skýrslu um rekstrarskilyrði ÍSP, frá árinu 2014, er meðal annars bent á að hundruð milljóna hafi tapast vegna lánveitinga til dótturfélaga ÍSP í samkeppnisrekstri. Fjallað var um tap ÍSP vegna prentsmiðjunnar Samskipta og ePósts, dótturfélaga ÍSP, í Fréttablaðinu á laugardag. „Starfsemi sem fellur undir samkeppni er um sextíu prósent af starfsemi félagsins eða sem nemur veltu upp á um 3,9 milljarða á ári, auk fjárfestinga sem nema milljörðum króna sem bundnar eru í viðkomandi verkefni. Þessi hluti starfsemi ÍSP lítur ekki gjaldskráreftirliti PFS [...]. Lítið sem ekkert er þó fjallað um áhrif samkeppnisrekstar í heild á rekstur og efnahag félagsins,“ segir enn fremur í athugasemdum PFS. Þá er á það bent að PFS hefur að meðaltali tekið þrettán virka daga að taka ákvörðun um gjaldskrá innan einkaréttar eftir að nauðsynleg gögn hafa borist frá ÍSP.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30