Bjarni um rauða spjaldið: „Ég skil ekki hvað hann var að spá“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2018 22:26 Bjarni messar yfir sínum mönnum. vísir/ernir „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“ Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
„Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira