Launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar kemst líklega ekki í úrslitakeppnina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2018 12:00 Rodgers og Cousins þakka hvor öðrum fyrir leikinn. vísir/getty Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira