Áttatíu mínútna langt lag til heiðurs látnum hljómsveitarmeðlim Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2018 15:10 Tónlist Bell Witch er þung, hæg og þrúgandi. vísir/aðsend Drungalega dómsdagsrokkdúóið Bell Witch frá Seattle í Bandaríkjunum kemur fram á Gauknum á miðvikudaginn. Sveitin mun á tónleikunum leika þriðju breiðskífu sína í heild sinni, en á henni er einungis að finna eitt lag, 84 mínútna langt. Platan, sem kom út árið 2017, heitir Mirror Reaper og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Árið 2016 lést stofnmeðlimur og trommari sveitarinnar, Adrian Guerra, aðeins 36 ára að aldri. Árið áður hafði núverandi trommari sveitarinnar; Jesse Shreibman, tekið við keflinu af Guerra. Sköpunarferli plötunnar var aðeins á byrjunarstigi þegar andlátið varð, og breytti það algjörlega sýn þeirra á tónlistina sem þeir voru að vinna að. Hljómsveitinni þótti mikilvægt að heiðra Guerra en án þess þó að hjakka í sama fari og eldra efni sveitarinnar. Um miðbik plötunnar eru nýttar áður ónotaðar raddupptökur frá trommaranum látna, sem Dylan Desmond, hinn stofnmeðlimur tvíeykisins, vissi að hann yrði að nota á nýju plötuna í kjölfar þess að Guerra lést. Hér að neðan má hlusta á lagið. mirror reaperÞó að það sé ekki beint daglegt brauð að 80 mínútna löng lög séu gefin út, þá eru þau algengari í dómsdagsrokki en öðrum tónlistarstefnum. Má þar sem dæmi nefna Dopesmoker með Sleep og The Great Barrier Reefer með Bongripper.Ásamt Bell Witch koma fram íslensku sveitirnar Heift og Vofa. Tónleikarnir eru haldnir af skipuleggjendum árlegu þungarokkshátíðarinnar Reykjavík Metalfest, en hún verður næst haldin 16. maí 2019 á Gauknum. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Drungalega dómsdagsrokkdúóið Bell Witch frá Seattle í Bandaríkjunum kemur fram á Gauknum á miðvikudaginn. Sveitin mun á tónleikunum leika þriðju breiðskífu sína í heild sinni, en á henni er einungis að finna eitt lag, 84 mínútna langt. Platan, sem kom út árið 2017, heitir Mirror Reaper og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Árið 2016 lést stofnmeðlimur og trommari sveitarinnar, Adrian Guerra, aðeins 36 ára að aldri. Árið áður hafði núverandi trommari sveitarinnar; Jesse Shreibman, tekið við keflinu af Guerra. Sköpunarferli plötunnar var aðeins á byrjunarstigi þegar andlátið varð, og breytti það algjörlega sýn þeirra á tónlistina sem þeir voru að vinna að. Hljómsveitinni þótti mikilvægt að heiðra Guerra en án þess þó að hjakka í sama fari og eldra efni sveitarinnar. Um miðbik plötunnar eru nýttar áður ónotaðar raddupptökur frá trommaranum látna, sem Dylan Desmond, hinn stofnmeðlimur tvíeykisins, vissi að hann yrði að nota á nýju plötuna í kjölfar þess að Guerra lést. Hér að neðan má hlusta á lagið. mirror reaperÞó að það sé ekki beint daglegt brauð að 80 mínútna löng lög séu gefin út, þá eru þau algengari í dómsdagsrokki en öðrum tónlistarstefnum. Má þar sem dæmi nefna Dopesmoker með Sleep og The Great Barrier Reefer með Bongripper.Ásamt Bell Witch koma fram íslensku sveitirnar Heift og Vofa. Tónleikarnir eru haldnir af skipuleggjendum árlegu þungarokkshátíðarinnar Reykjavík Metalfest, en hún verður næst haldin 16. maí 2019 á Gauknum.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira