Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 15:37 Skúli Mogensen er stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43