„Maðurinn minn fór á fótboltaleik og kom aldrei til baka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 11:30 Liverpool leikmennirnir Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Vísir/Getty Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira