Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2018 12:45 Magnús Carlsen í gær. AP/Matt Dunham Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972. Skák Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972.
Skák Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira