Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2018 12:45 Magnús Carlsen í gær. AP/Matt Dunham Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972. Skák Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972.
Skák Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira