Biskup fólksins Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun