Skrekkur 2018 Þórir S. Guðbergsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skrekkur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu?
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar