Reykjavík ryður brautina fyrir græn bréf Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgafar Fossa markaða, og Mats Andersson, fyrrverandi forstjóri sænska ríkislífeyrissjóðsins AP4 og sérfræðingur í grænum skuldabréfum. Fréttablaðið/Stefán Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ráðast í útgáfu grænna skuldabréfa. Það verður í fyrsta skipti sem slík bréf verða gefin út í íslenskum krónum. Stefnt er að útgáfu allt að 4,1 milljarðs króna. „Það er mikilvægt að sterkur aðili sem gefur reglulega út skuldabréf ryðji brautina fyrir græn skuldabréf á íslenska markaðnum,“ segir Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa markaða. Áður hafi Landsvirkjun gefið út græn skuldabréf í dollurum sem seld voru fagfjárfestum í Bandaríkjunum og því bendir hann á að íslenskir fjárfestar hafi ekki fengið tækifæri til að fjárfesta í þeim bréfum. Græn skuldabréf séu gefin út til að fjármagna umhverfisvæn verkefni, ekki síst þau sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Skýr skilaboð Andri segir að með því að gefa út græn skuldabréf sendi útgefandinn skýr skilaboð til starfsmanna, fjárfesta og samfélagsins í heild um að hann vilji stuðla að umhverfisvernd og sé meðvitaður um þá miklu áhættu sem fylgi loftslagsbreytingum. Með útgáfu grænna skuldabréfa setja útgefendur og fjárfestar þessi grænu verkefni í forgang.Aukið samstarf innanhúss En útgáfa grænna skuldabréfa hefur fleiri kosti í för með sér, að mati Andra. „Útgefendur nefna jafnan að útgáfan auki samstarf innanhúss og ólík svið sem annars myndu aðeins hittast á árshátíðinni þurfi nú að vinna saman. Umhverfissvið og fjármálasvið þurfa meðal annars að vinna saman, ekki bara við undirbúning útgáfunnar heldur líka til framtíðar þar sem fjárfestar gera síaukna kröfu um upplýsingagjöf hvað varðar jákvæð áhrif þessara grænu verkefna,“ segir hann Rekja má sögu grænna skuldabréfa ellefu ár aftur í tímann. Alþjóðabankinn gaf út fyrstu grænu skuldabréfin árið 2007. „Segja má að markaðurinn hafi síðan farið af stað af fullum krafti árið 2013,“ segir Andri. Það ár gaf í fyrsta skipti fyrirtæki og sveitarfélag út græn skuldabréf. Um var að ræða stærsta fasteignafélag Norðurlanda, Vasakronan, og Gautaborg í Svíþjóð.Franska ríkið stærst „Franska ríkið gaf svo út stærstu grænu ríkisskuldabréfaútgáfuna árið 2017. Í Frakklandi var sterkur pólitískur vilji til að ráðast í slíka útgáfu en útgáfan, sem var sjö milljarðar evra, var mjög vel heppnuð og mikil umframeftirspurn í útboðinu,“ segir hann. Önnur lönd sem farið hafi þessa leið séu til dæmis Írland og Pólland. „Það er bara tímaspursmál hvenær íslenska ríkið gefur út græn skuldabréf,“ segir Andri og nefnir að það myndi gefa gott fordæmi ef íslenska ríkið væri á meðal fyrstu ríkja heims í að gefa út slík bréf. Hann bendir á að íslensk stjórnvöld séu með metnaðarfulla aðgerðaáætlun varðandi loftslagsmál og því væri útgáfa grænna skuldabréfa rökrétt framhald af þeirri vinnu. „Parísarsamkomulagið og önnur samvinna þjóða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum hefur drifið áfram þennan markað,“ segir hann. Sá staðall sem mest er unnið eftir varðandi græn skuldabréf ber nafnið Green Bond Principles. Skuldabréf Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar byggja á honum. „Markaðurinn er í sífelldri þróun og staðallinn er aðlagaður að þróun og lærdómi markaðarins. Svo sjáum við skýrt að útgefendur sjálfir setja sér metnaðarfyllri og metnaðarfyllri markmið, bæði hvað varðar áhrif verkefna og skýrslugjöf til fjárfesta,“ segir Andri.Fimm skref Til að uppfylla staðalinn þarf að stíga fimm skref, segir Andri. Í fyrsta lagi þurfi útgefendur að skilgreina hvað séu græn verkefni. Reykjavíkurborg hyggst með útgáfu skuldabréfsins meðal annars fjármagna bætta orkunýtingu, borgarlínu, hjólastíga og vistvænar byggingar. Í öðru lagi þurfi að setja saman valferli sem síi út hvað séu græn verkefni á vegum útgefandans og hvað ekki. Í þriðja lagi þurfi að halda sérstaklega utan um fjármagnið sem aflað var með útgáfunni. Flestir leggi peninginn á sérstakan reikning og sýni í bókhaldinu að fjármagnið hafi runnið í viðkomandi verkefni. Í fjórða lagi sé skýrslugjöf til fjárfesta. Einu sinni á ári, samkvæmt skilyrði í skuldabréfinu, þurfi að upplýsa fjárfesta um hve miklu fé var varið í tiltekin verkefni. Nú sé gerð krafa um að áætla þurfi hve mikið hafi verið dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að forgangsraða verkefnum með þessum hætti. Í fimmta lagi fái flestir vottun frá utanaðkomandi aðila um að skuldabréfið fylgi reglum Green Bonds Principles.Loftslagsbreytingum fylgir áhætta fyrir fjárfesta Fossar markaðir fengu Mats Andersson, fyrrverandi forstjóra sænska ríkislífeyrissjóðsins AP4, til landsins til að ræða við fjárfesta og stjórnvöld. Andersson fór jafnframt fyrir nefnd á vegum sænska fjármálaráðuneytisins um hvernig megi efla markaðinn með græn skuldabréf og starfar nú sem ráðgjafi franskra stjórnvalda í tengslum við áðurnefnda græna útgáfu franska ríkisins. Á meðal þess sem hann fjallaði um voru áhrif loftslagsbreytinga á fjárfesta næstu áratugi og hvernig fjárfestar geta brugðist við þeirri áhættu með því að beina fjárfestingum sínum í græna útgefendur hluta- og skuldabréfa. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ráðast í útgáfu grænna skuldabréfa. Það verður í fyrsta skipti sem slík bréf verða gefin út í íslenskum krónum. Stefnt er að útgáfu allt að 4,1 milljarðs króna. „Það er mikilvægt að sterkur aðili sem gefur reglulega út skuldabréf ryðji brautina fyrir græn skuldabréf á íslenska markaðnum,“ segir Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa markaða. Áður hafi Landsvirkjun gefið út græn skuldabréf í dollurum sem seld voru fagfjárfestum í Bandaríkjunum og því bendir hann á að íslenskir fjárfestar hafi ekki fengið tækifæri til að fjárfesta í þeim bréfum. Græn skuldabréf séu gefin út til að fjármagna umhverfisvæn verkefni, ekki síst þau sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Skýr skilaboð Andri segir að með því að gefa út græn skuldabréf sendi útgefandinn skýr skilaboð til starfsmanna, fjárfesta og samfélagsins í heild um að hann vilji stuðla að umhverfisvernd og sé meðvitaður um þá miklu áhættu sem fylgi loftslagsbreytingum. Með útgáfu grænna skuldabréfa setja útgefendur og fjárfestar þessi grænu verkefni í forgang.Aukið samstarf innanhúss En útgáfa grænna skuldabréfa hefur fleiri kosti í för með sér, að mati Andra. „Útgefendur nefna jafnan að útgáfan auki samstarf innanhúss og ólík svið sem annars myndu aðeins hittast á árshátíðinni þurfi nú að vinna saman. Umhverfissvið og fjármálasvið þurfa meðal annars að vinna saman, ekki bara við undirbúning útgáfunnar heldur líka til framtíðar þar sem fjárfestar gera síaukna kröfu um upplýsingagjöf hvað varðar jákvæð áhrif þessara grænu verkefna,“ segir hann Rekja má sögu grænna skuldabréfa ellefu ár aftur í tímann. Alþjóðabankinn gaf út fyrstu grænu skuldabréfin árið 2007. „Segja má að markaðurinn hafi síðan farið af stað af fullum krafti árið 2013,“ segir Andri. Það ár gaf í fyrsta skipti fyrirtæki og sveitarfélag út græn skuldabréf. Um var að ræða stærsta fasteignafélag Norðurlanda, Vasakronan, og Gautaborg í Svíþjóð.Franska ríkið stærst „Franska ríkið gaf svo út stærstu grænu ríkisskuldabréfaútgáfuna árið 2017. Í Frakklandi var sterkur pólitískur vilji til að ráðast í slíka útgáfu en útgáfan, sem var sjö milljarðar evra, var mjög vel heppnuð og mikil umframeftirspurn í útboðinu,“ segir hann. Önnur lönd sem farið hafi þessa leið séu til dæmis Írland og Pólland. „Það er bara tímaspursmál hvenær íslenska ríkið gefur út græn skuldabréf,“ segir Andri og nefnir að það myndi gefa gott fordæmi ef íslenska ríkið væri á meðal fyrstu ríkja heims í að gefa út slík bréf. Hann bendir á að íslensk stjórnvöld séu með metnaðarfulla aðgerðaáætlun varðandi loftslagsmál og því væri útgáfa grænna skuldabréfa rökrétt framhald af þeirri vinnu. „Parísarsamkomulagið og önnur samvinna þjóða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum hefur drifið áfram þennan markað,“ segir hann. Sá staðall sem mest er unnið eftir varðandi græn skuldabréf ber nafnið Green Bond Principles. Skuldabréf Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar byggja á honum. „Markaðurinn er í sífelldri þróun og staðallinn er aðlagaður að þróun og lærdómi markaðarins. Svo sjáum við skýrt að útgefendur sjálfir setja sér metnaðarfyllri og metnaðarfyllri markmið, bæði hvað varðar áhrif verkefna og skýrslugjöf til fjárfesta,“ segir Andri.Fimm skref Til að uppfylla staðalinn þarf að stíga fimm skref, segir Andri. Í fyrsta lagi þurfi útgefendur að skilgreina hvað séu græn verkefni. Reykjavíkurborg hyggst með útgáfu skuldabréfsins meðal annars fjármagna bætta orkunýtingu, borgarlínu, hjólastíga og vistvænar byggingar. Í öðru lagi þurfi að setja saman valferli sem síi út hvað séu græn verkefni á vegum útgefandans og hvað ekki. Í þriðja lagi þurfi að halda sérstaklega utan um fjármagnið sem aflað var með útgáfunni. Flestir leggi peninginn á sérstakan reikning og sýni í bókhaldinu að fjármagnið hafi runnið í viðkomandi verkefni. Í fjórða lagi sé skýrslugjöf til fjárfesta. Einu sinni á ári, samkvæmt skilyrði í skuldabréfinu, þurfi að upplýsa fjárfesta um hve miklu fé var varið í tiltekin verkefni. Nú sé gerð krafa um að áætla þurfi hve mikið hafi verið dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að forgangsraða verkefnum með þessum hætti. Í fimmta lagi fái flestir vottun frá utanaðkomandi aðila um að skuldabréfið fylgi reglum Green Bonds Principles.Loftslagsbreytingum fylgir áhætta fyrir fjárfesta Fossar markaðir fengu Mats Andersson, fyrrverandi forstjóra sænska ríkislífeyrissjóðsins AP4, til landsins til að ræða við fjárfesta og stjórnvöld. Andersson fór jafnframt fyrir nefnd á vegum sænska fjármálaráðuneytisins um hvernig megi efla markaðinn með græn skuldabréf og starfar nú sem ráðgjafi franskra stjórnvalda í tengslum við áðurnefnda græna útgáfu franska ríkisins. Á meðal þess sem hann fjallaði um voru áhrif loftslagsbreytinga á fjárfesta næstu áratugi og hvernig fjárfestar geta brugðist við þeirri áhættu með því að beina fjárfestingum sínum í græna útgefendur hluta- og skuldabréfa.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira