Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:36 Helga Vala Helgadóttir sagðist Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01