Lýsa upp Hallgrímskirkju til heiðurs tíu baráttukonum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 11:26 Herferðin Bréf til bjargar lífi vakti töluverða athygli í fyrra. Vísir/Vilhelm Amnesty International ýtir árlegri herferð úr vör þann 30. nóvember kl. 17 með gagnvirku ljósainnsetningunni Lýstu upp myrkrið. Eliza Reid, forsetafrú opnar ljósainnsetninguna formlega. „Lýstu upp myrkrið er stærsta gagnvirka ljósainnsetning á Íslandi. Hún fer fram fyrir framan Hallgrímskirkju frá 30. nóvember til 2. desember á milli kl. 17 og 22. Tilgangurinn er að vekja athygli á undirskriftaherferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu baráttukonum fyrir mannréttindum um heim allan sem sæta grófum mannréttindabrotum. Hægt er að skrifa undir öll málin 10 á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningu frá Amnesty. Gestir geti lýst upp myrkrið sem mannréttindabrotin séu og tekið þátt í ljósainnsetningunni með því að skrifa undir málin á spjaldtölvu fyrir framan kirkjuna. Á framhlið kirkjunnar verði varpað 70 metra háu kerti og margvíslegu töfrandi sjónarspili og saman geti þátttakendur lagt sitt af mörkum til að halda loga kertisins lifandi auk þess sem undirskrift þeirra verði hluti af innsetningunni. Í ár kynnum við enn áhrifameira myndefni og skreytingar fyrir ljósainnsetninguna til sögunnar. Amnesty International hvetur alla til að sýna fólki, hópum og samfélögum sem um heim allan leita réttlætis stuðning. Í ár munu þeir sem taka þátt með Amnesty International styðja: Marielle Franco, BrasilíaMarielle Franco var óttalaus í baráttu sinni fyrir réttlátari og öruggari Rio de Janeiro. Hún barðist fyrir réttindum ungs fólks, blökkukvenna og hinsegin fólks. Hún gagnrýndi líka ólögmæt dráp lögreglu. Það var þaggað niður í henni þegar hún var skotin til bana í bíl sínum. Hún er ein af a.m.k. 70 mannréttindafrömuðum sem myrtir voru í Brasilíu 2017. Amal Fathy, Egyptaland Þann 9. maí síðastliðinn birti Amal Fathy myndband á Facebook þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vernda ekki konur. Hún var handtekin í kjölfarið. Pavitri Manjhi, Indland Pavitri Manjhi tilheyrir samfélagi frumbyggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir tveimur orkuverum. Pavitri stofnaði samtök sem lögðu fram næstum 100 kvartanir. Nú verður hún fyrir hótunum. Sengwer-fólkið, Kenía Sengwer-fólkið hefur aldagömul tengsl við Embobut-skóg Skógarverðir hafa kveikt í heimilum og neytt þúsundir af landi forfeðra þeirra. Einn karlmaður hefur verið skotinn til bana og annar særðist alvarlega. Sengwer-fólkið er staðráðið í að verjast ofsóknunum. Atena Daemi, Íran Atena Daemi hefur verið ötul í baráttunni gegn dauðarefsingunni í Íran. Hún skrifaði stöðufærslur á samfélagsmiðlum, dreifði bæklingum og tók þátt í friðsamlegum mótmælum. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi. Réttarhöldin tóku bara fimmtán mínútur og hún hefur sætt ofbeldi og niðurlægjandi meðferð í fangelsi. Gulzar Duishenova, Kirgistan Gulzar Duishenova er baráttukona. Drifkraftur hennar er að tryggja að fólk með fötlun fái að lifa lífinu með reisn. Hún verður daglega fyrir mismunun í samfélagi þar sem konur eiga ekki að hafa hátt og litið er á fólk með fötlun sem „ónytjunga.“ Nawal Benaissa, Marokkó Nawal Benaissa berst fyrir bættum mannréttindum í Marokkó, þar sem margir íbúar upplifa afskiptaleysi af hálfu stjórnvalda. Hún hefur sætt árásum af hálfu stjórnvalda og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að „hvetja til lögbrota“. Nonhle Mbuthuma, Suður-Afríka Nonhle Mbuthuma leiðir baráttu fyrir samfélag sitt gegn námufyrirtæki sem vill vinna títaníum á landi forfeðra hennar. Hún er áreitt, henni hótað og hefur lifað af morðtilræði. Reynt er að þagga niður í henni en hún hættir ekki baráttu sinni: „Ef land mitt er tekið er sjálfsmynd mín tekin frá mér.“ Vitalina Koval, Úkraína Vitalina Koval leggur á sig mikla vinnu til að styðja við bakið á hinsegin fólki í heimabæ sínum í Úkraínu. Hún varð hins vegar fyrir hrottafenginni árás í kjölfar þátttöku sinnar í skipulagningu friðsamlegrar kröfugöngu. Vitalina neitar að láta hótanir og ofbeldi þagga niður í sér. Geraldine Chacón, Venesúela Geraldine Chacón aðstoðar við valdeflingu ungs fólks í heimabyggð sinni og hvetur það til að verja réttindi sín. Hún er hins vegar hundelt af yfirvöldum fyrir það eitt að reyna að bæta lífið í landi sínu. Hallgrímskirkja Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Amnesty International ýtir árlegri herferð úr vör þann 30. nóvember kl. 17 með gagnvirku ljósainnsetningunni Lýstu upp myrkrið. Eliza Reid, forsetafrú opnar ljósainnsetninguna formlega. „Lýstu upp myrkrið er stærsta gagnvirka ljósainnsetning á Íslandi. Hún fer fram fyrir framan Hallgrímskirkju frá 30. nóvember til 2. desember á milli kl. 17 og 22. Tilgangurinn er að vekja athygli á undirskriftaherferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu baráttukonum fyrir mannréttindum um heim allan sem sæta grófum mannréttindabrotum. Hægt er að skrifa undir öll málin 10 á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningu frá Amnesty. Gestir geti lýst upp myrkrið sem mannréttindabrotin séu og tekið þátt í ljósainnsetningunni með því að skrifa undir málin á spjaldtölvu fyrir framan kirkjuna. Á framhlið kirkjunnar verði varpað 70 metra háu kerti og margvíslegu töfrandi sjónarspili og saman geti þátttakendur lagt sitt af mörkum til að halda loga kertisins lifandi auk þess sem undirskrift þeirra verði hluti af innsetningunni. Í ár kynnum við enn áhrifameira myndefni og skreytingar fyrir ljósainnsetninguna til sögunnar. Amnesty International hvetur alla til að sýna fólki, hópum og samfélögum sem um heim allan leita réttlætis stuðning. Í ár munu þeir sem taka þátt með Amnesty International styðja: Marielle Franco, BrasilíaMarielle Franco var óttalaus í baráttu sinni fyrir réttlátari og öruggari Rio de Janeiro. Hún barðist fyrir réttindum ungs fólks, blökkukvenna og hinsegin fólks. Hún gagnrýndi líka ólögmæt dráp lögreglu. Það var þaggað niður í henni þegar hún var skotin til bana í bíl sínum. Hún er ein af a.m.k. 70 mannréttindafrömuðum sem myrtir voru í Brasilíu 2017. Amal Fathy, Egyptaland Þann 9. maí síðastliðinn birti Amal Fathy myndband á Facebook þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vernda ekki konur. Hún var handtekin í kjölfarið. Pavitri Manjhi, Indland Pavitri Manjhi tilheyrir samfélagi frumbyggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir tveimur orkuverum. Pavitri stofnaði samtök sem lögðu fram næstum 100 kvartanir. Nú verður hún fyrir hótunum. Sengwer-fólkið, Kenía Sengwer-fólkið hefur aldagömul tengsl við Embobut-skóg Skógarverðir hafa kveikt í heimilum og neytt þúsundir af landi forfeðra þeirra. Einn karlmaður hefur verið skotinn til bana og annar særðist alvarlega. Sengwer-fólkið er staðráðið í að verjast ofsóknunum. Atena Daemi, Íran Atena Daemi hefur verið ötul í baráttunni gegn dauðarefsingunni í Íran. Hún skrifaði stöðufærslur á samfélagsmiðlum, dreifði bæklingum og tók þátt í friðsamlegum mótmælum. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi. Réttarhöldin tóku bara fimmtán mínútur og hún hefur sætt ofbeldi og niðurlægjandi meðferð í fangelsi. Gulzar Duishenova, Kirgistan Gulzar Duishenova er baráttukona. Drifkraftur hennar er að tryggja að fólk með fötlun fái að lifa lífinu með reisn. Hún verður daglega fyrir mismunun í samfélagi þar sem konur eiga ekki að hafa hátt og litið er á fólk með fötlun sem „ónytjunga.“ Nawal Benaissa, Marokkó Nawal Benaissa berst fyrir bættum mannréttindum í Marokkó, þar sem margir íbúar upplifa afskiptaleysi af hálfu stjórnvalda. Hún hefur sætt árásum af hálfu stjórnvalda og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að „hvetja til lögbrota“. Nonhle Mbuthuma, Suður-Afríka Nonhle Mbuthuma leiðir baráttu fyrir samfélag sitt gegn námufyrirtæki sem vill vinna títaníum á landi forfeðra hennar. Hún er áreitt, henni hótað og hefur lifað af morðtilræði. Reynt er að þagga niður í henni en hún hættir ekki baráttu sinni: „Ef land mitt er tekið er sjálfsmynd mín tekin frá mér.“ Vitalina Koval, Úkraína Vitalina Koval leggur á sig mikla vinnu til að styðja við bakið á hinsegin fólki í heimabæ sínum í Úkraínu. Hún varð hins vegar fyrir hrottafenginni árás í kjölfar þátttöku sinnar í skipulagningu friðsamlegrar kröfugöngu. Vitalina neitar að láta hótanir og ofbeldi þagga niður í sér. Geraldine Chacón, Venesúela Geraldine Chacón aðstoðar við valdeflingu ungs fólks í heimabyggð sinni og hvetur það til að verja réttindi sín. Hún er hins vegar hundelt af yfirvöldum fyrir það eitt að reyna að bæta lífið í landi sínu.
Hallgrímskirkja Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira