237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 17:11 Starfsmannafundur hófst klukkan 16:15 í dag. vísir/vilhelm 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira