Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 20:15 Á þessu ári hefur WOW air flutt fjóra af hverjum tíu farþegum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Sigþór segir að uppsögn starfsmannanna sé varúðarráðstöfun og uppsagnirnar verði dregnar til baka ef það tekst að tryggja fjármögnun WOW air með öðrum hætti, til dæmis með aðkomu nýs aðila að félaginu. WOW air flytur fjóra af hverjum tíu flugfarþegum sem koma til landsins. Icelandair flytur aðra fjóra og á þriðja tug erlendra flugfélaga flytja tvo. Af þessari ástæðu er morgunljóst að íslensk ferðaþjónusta á mikið undir velgengni WOW air. Fall félagsins myndi hafa keðjuverkandi áhrif á rekstur hótela og gistihúsa, veitingastaða og rútu- og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Í sviðsmyndagreiningu sem samráðshópur stjórnvalda lét vinna í lok sumars kemur fram að landsframleiðsla myndi dragast saman um tvö til þrjú prósent, útflutningur myndi dragast saman um tíu prósent og gengi krónunnar myndi veikjast um 13 prósent ef WOW air færi í þrot. Mikilvægi WOW air endurspeglast ágætlega því að í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá 7. nóvember er á þremur stöðum fjallað um WOW air og óvissu um rekstrarhorfur flugfélagsins Þannig hafði óvissan um WOW air neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar og ýtti undir veikingu á gengi íslensku krónunnar fyrr á þessu ári.Elvar Ingi Möller, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir brýnt að eyða óvissu um WOW air sem fyrst. „Við erum búin að vera með þetta hangandi yfir okkur í íslensku efnahagslífi í þrjá mánuði. Óvissa er alltaf slæm og það er orðið mjög mikilvægt mál að við förum að fá einhverja vissu um það hvernig þetta mál þróast eða einhvern endi í þetta mál,“ segir Elvar. Sveinn Þórarinssin hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir ástæðulaust að teikna upp of dökka mynd af stöðunni þótt allt fari á versta veg hjá WOW air. „Ef að Ísland er áhugaverður kostur fyrir erlenda ferðamenn þá kemur einhver annar og tekur upp slakann. Það er því kannski alveg óþarfi að vera að mála upp of svarta mynd. Þetta kemur allt í ljós. Ef það er eftirspurn hjá ferðamönnum þá finnst manni líklegt að einhver flugfélög komi og fylli upp í skarðið og áhrifin verði minni en hversu mikil áhrifin verði (til skamms tíma) er ómögulegt að spá fyrir um,“ segir Sveinn. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 „Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 29. nóvember 2018 18:22 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Sigþór segir að uppsögn starfsmannanna sé varúðarráðstöfun og uppsagnirnar verði dregnar til baka ef það tekst að tryggja fjármögnun WOW air með öðrum hætti, til dæmis með aðkomu nýs aðila að félaginu. WOW air flytur fjóra af hverjum tíu flugfarþegum sem koma til landsins. Icelandair flytur aðra fjóra og á þriðja tug erlendra flugfélaga flytja tvo. Af þessari ástæðu er morgunljóst að íslensk ferðaþjónusta á mikið undir velgengni WOW air. Fall félagsins myndi hafa keðjuverkandi áhrif á rekstur hótela og gistihúsa, veitingastaða og rútu- og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Í sviðsmyndagreiningu sem samráðshópur stjórnvalda lét vinna í lok sumars kemur fram að landsframleiðsla myndi dragast saman um tvö til þrjú prósent, útflutningur myndi dragast saman um tíu prósent og gengi krónunnar myndi veikjast um 13 prósent ef WOW air færi í þrot. Mikilvægi WOW air endurspeglast ágætlega því að í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá 7. nóvember er á þremur stöðum fjallað um WOW air og óvissu um rekstrarhorfur flugfélagsins Þannig hafði óvissan um WOW air neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar og ýtti undir veikingu á gengi íslensku krónunnar fyrr á þessu ári.Elvar Ingi Möller, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir brýnt að eyða óvissu um WOW air sem fyrst. „Við erum búin að vera með þetta hangandi yfir okkur í íslensku efnahagslífi í þrjá mánuði. Óvissa er alltaf slæm og það er orðið mjög mikilvægt mál að við förum að fá einhverja vissu um það hvernig þetta mál þróast eða einhvern endi í þetta mál,“ segir Elvar. Sveinn Þórarinssin hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir ástæðulaust að teikna upp of dökka mynd af stöðunni þótt allt fari á versta veg hjá WOW air. „Ef að Ísland er áhugaverður kostur fyrir erlenda ferðamenn þá kemur einhver annar og tekur upp slakann. Það er því kannski alveg óþarfi að vera að mála upp of svarta mynd. Þetta kemur allt í ljós. Ef það er eftirspurn hjá ferðamönnum þá finnst manni líklegt að einhver flugfélög komi og fylli upp í skarðið og áhrifin verði minni en hversu mikil áhrifin verði (til skamms tíma) er ómögulegt að spá fyrir um,“ segir Sveinn.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 „Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 29. nóvember 2018 18:22 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14
Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43
„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 29. nóvember 2018 18:22
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11