Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. nóvember 2018 22:18 Skúli Mogensen verður áfram stærsti hluthafi Wow air þegar og ef fjárfestingin gengur í gegn. Fréttablaðið/Anton Flugfélagið Wow air er sagt hafa gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið verður eftir áreiðanleikakönnun. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í dag. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air kemur fram að Skúli Mogensen, stofnandi og aðalhluthafi Wow air, muni áfram vera aðaleigandi flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska félagsins. Skilmálar viðskiptanna eru ekki gefnir upp. Indigo Partners eru með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum. Félagið fjárfestir í flugiðnaði og er aðalfjárfestirinn í Tiger Airways í Singapúr og Spirit Airlines á Flórída. Þá er Indigo einn stærsti hluthafinn í flugfélaginu Wizz air sem flýgur meðal annars til og frá Íslandi.„Stór dagur fyrir WOW“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir við Vísi að dagurinn í dag sé stór í sögu flugfélagsins. Hún geti hins vegar ekki tjáð sig frekar um fjárfestinguna umfram það sem kemur fram í tilkynningunni. „Ég er yfir mig ánægður að geta deilt þessu með ykkur öllum! Takk yfir að hafa aldrei hætt að trúa á það verkefni okkar að byggja upp heimsklassa lággjaldaflugfélag. Það er enn mikið verk að vinna en saman getum við haldið áfram að vinna kraftaverk! Ég þakka ykkur öllum,“ skrifaði Skúli í bréfi sem hann sendi starfsmönnum félagsins eftir að tilkynningin um fjárfestinguna var birt í kvöld. Fréttastofa leitaði eftir viðtali við Skúla en hann bar fyrir sig fyrirmæli frá Indigo um að tjá sig ekki um samninginn.Stofnað árið 2003 Bandaríkjamaðurinn William A. Franke stofnaði Indigo Partners árið 2003. Í viðtali við bandaríska dagblaðið Los Angeles Times í fyrra var Franke lýst sem manninum sem bæri mesta ábyrgð á stofnun lágfargjaldaflugfélaga í Bandaríkjunum. Velgengni flugfélaga sem hann hefur fjárfest í eins og Spirit hafi neytt stóru flugfélögin til þess að breyta viðskiptalíkani sínu. Franke fæddist í Texas árið 1937, ólst upp í Suður-Ameríku og útskrifaðist úr Stanfordháskóla. Hann hefur lengi búið og starfað í Phoenix í Arisóna, en hann rekur einnig skrifstofur í Singapúr og Buenos Aires í Argentínu. Í viðtali við AP á síðasta ári sagði Franke að Indigo fjárfesti ekki í flugfélögum sem eru að hluta í eigu ríkis. „Það gengur einfaldlega ekki. Við verðum því að vera með fjárfestingar sem eru sjálfstæðar, þar sem fólk mun ekki segja mér hvert eigi að fljúga, eða hvenær eigi að fljúga og þannig hluti. Við pössum vel upp á það,“ sagði Franke. Þetta sagði Franke á flugsýningu í Dubai þar sem tilkynnt var að Indigo hafi fjárfest í 430 Airbus-vélum og var samningurinn metinn á 50 milljarða Bandaríkjadala. Var það sagður stærsti samningur sinnar tegundar, sé litið til fjölda véla. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Flugfélagið Wow air er sagt hafa gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið verður eftir áreiðanleikakönnun. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í dag. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air kemur fram að Skúli Mogensen, stofnandi og aðalhluthafi Wow air, muni áfram vera aðaleigandi flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska félagsins. Skilmálar viðskiptanna eru ekki gefnir upp. Indigo Partners eru með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum. Félagið fjárfestir í flugiðnaði og er aðalfjárfestirinn í Tiger Airways í Singapúr og Spirit Airlines á Flórída. Þá er Indigo einn stærsti hluthafinn í flugfélaginu Wizz air sem flýgur meðal annars til og frá Íslandi.„Stór dagur fyrir WOW“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir við Vísi að dagurinn í dag sé stór í sögu flugfélagsins. Hún geti hins vegar ekki tjáð sig frekar um fjárfestinguna umfram það sem kemur fram í tilkynningunni. „Ég er yfir mig ánægður að geta deilt þessu með ykkur öllum! Takk yfir að hafa aldrei hætt að trúa á það verkefni okkar að byggja upp heimsklassa lággjaldaflugfélag. Það er enn mikið verk að vinna en saman getum við haldið áfram að vinna kraftaverk! Ég þakka ykkur öllum,“ skrifaði Skúli í bréfi sem hann sendi starfsmönnum félagsins eftir að tilkynningin um fjárfestinguna var birt í kvöld. Fréttastofa leitaði eftir viðtali við Skúla en hann bar fyrir sig fyrirmæli frá Indigo um að tjá sig ekki um samninginn.Stofnað árið 2003 Bandaríkjamaðurinn William A. Franke stofnaði Indigo Partners árið 2003. Í viðtali við bandaríska dagblaðið Los Angeles Times í fyrra var Franke lýst sem manninum sem bæri mesta ábyrgð á stofnun lágfargjaldaflugfélaga í Bandaríkjunum. Velgengni flugfélaga sem hann hefur fjárfest í eins og Spirit hafi neytt stóru flugfélögin til þess að breyta viðskiptalíkani sínu. Franke fæddist í Texas árið 1937, ólst upp í Suður-Ameríku og útskrifaðist úr Stanfordháskóla. Hann hefur lengi búið og starfað í Phoenix í Arisóna, en hann rekur einnig skrifstofur í Singapúr og Buenos Aires í Argentínu. Í viðtali við AP á síðasta ári sagði Franke að Indigo fjárfesti ekki í flugfélögum sem eru að hluta í eigu ríkis. „Það gengur einfaldlega ekki. Við verðum því að vera með fjárfestingar sem eru sjálfstæðar, þar sem fólk mun ekki segja mér hvert eigi að fljúga, eða hvenær eigi að fljúga og þannig hluti. Við pössum vel upp á það,“ sagði Franke. Þetta sagði Franke á flugsýningu í Dubai þar sem tilkynnt var að Indigo hafi fjárfest í 430 Airbus-vélum og var samningurinn metinn á 50 milljarða Bandaríkjadala. Var það sagður stærsti samningur sinnar tegundar, sé litið til fjölda véla.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21