Körfuboltakvöld um Hákon: Nettur Teitur í honum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:00 Hákon Örn er orðinn lykilmaður í liði ÍR s2 sport Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni. Hákon er fæddur árið 1999 en er aðal leikstjórnandi ÍR-inga á meðan þeirra stjörnuleikmaður, Matthías Orri, er meiddur. Hann var sá sem sérfræðingarnir voru hrifnastir af í leik ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Hákon skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem ÍR vann 92-88. „Hann er að fá miklu stærra hlutverk, allt annað hlutverk, en hann fékk í fyrra. Tölurnar sem hann er að setja, þetta eru alvöru tölur,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. Teitur Örlygsson tók undir það. „Í fjórða leikhluta líka, þar finnst mér eins og hann stígi alltaf á bensíngjöfina. Þessi sigur fyrir ÍR, á þessum útivelli, þetta er gulls ígildi.“ „Ég horfði mikið á hann í gegnum yngri flokkana,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Hann skoraði hvern leikinn á fætur öðrum 35 plús stig og er vanur að vera að draga vagninn.“ „Það sem gerðist hjá honum þegar hann kom í meistaraflokk, það steig honum aðeins til höfuðs og hann var farinn að líta of stórt á sig í staðinn fyrir að taka þetta á kassann og vera aðeins auðmjúkur. Það er greinilega búið að vinna eitthvað í því með hann fyrir þetta tímabil því það kemur allt annar náungi inn í þetta tímabil.“ „Það sem hjálpar honum helling er að hann er „cocky“. Það er svona nettur Teitur í honum.“ „Áfallið að missa Matta, hann er eiginlega búinn að þurrka það bara út,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir lofuðu líka Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem hefur fengið endurnýjun lífdaga í ÍR eftir slæman vetur í Grindavík síðasta vetur. Umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Hákon og Sigurður heilla Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni. Hákon er fæddur árið 1999 en er aðal leikstjórnandi ÍR-inga á meðan þeirra stjörnuleikmaður, Matthías Orri, er meiddur. Hann var sá sem sérfræðingarnir voru hrifnastir af í leik ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Hákon skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem ÍR vann 92-88. „Hann er að fá miklu stærra hlutverk, allt annað hlutverk, en hann fékk í fyrra. Tölurnar sem hann er að setja, þetta eru alvöru tölur,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. Teitur Örlygsson tók undir það. „Í fjórða leikhluta líka, þar finnst mér eins og hann stígi alltaf á bensíngjöfina. Þessi sigur fyrir ÍR, á þessum útivelli, þetta er gulls ígildi.“ „Ég horfði mikið á hann í gegnum yngri flokkana,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Hann skoraði hvern leikinn á fætur öðrum 35 plús stig og er vanur að vera að draga vagninn.“ „Það sem gerðist hjá honum þegar hann kom í meistaraflokk, það steig honum aðeins til höfuðs og hann var farinn að líta of stórt á sig í staðinn fyrir að taka þetta á kassann og vera aðeins auðmjúkur. Það er greinilega búið að vinna eitthvað í því með hann fyrir þetta tímabil því það kemur allt annar náungi inn í þetta tímabil.“ „Það sem hjálpar honum helling er að hann er „cocky“. Það er svona nettur Teitur í honum.“ „Áfallið að missa Matta, hann er eiginlega búinn að þurrka það bara út,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir lofuðu líka Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem hefur fengið endurnýjun lífdaga í ÍR eftir slæman vetur í Grindavík síðasta vetur. Umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Hákon og Sigurður heilla
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira